• 0009
  • 0010
  • 0008
  • 0007
  • 0006
  • 0001
  • 0005
  • 0003
  • 0002

Markmið upplýsingaversins

 
Markmið upplýsingavers er að nemendur öðlist þá færni að geta unnið sjálfstætt að verkefnum, þ.e. kunni að afla upplýsinga úr ýmsum miðlum, geti flokkað og valið eftir áreiðanleika heimilda, samið texta út frá heimildum, læri að virða höfundarétt, öðlist færni í að vinna með ýmis forrit og notað við vinnu og skil á verkefnum, læri að gera grein fyrir niðurstöðum á sjálfstæðan og skapandi hátt.
 

Með skýrri setningu markmiða í starfsáætlun skólans fyrir upplýsingaverið og jákvæðum vilja innan skólans hafa verið sköpuð tækifæri og stuðningur að byggja upp markvissa verkefnavinnu þar sem lögð er áhersla á upplýsingaöflun og úrvinnslu. Þannig tengist upplýsingaverið kennslunni á virkan hátt og þeir sem starfa í upplýsingaverinu taka fullan þátt í verkefnaferlinu. Það má segja að sérþekking hvers og eins kennara sé nýtt og úrvinnsla verkefnanna verður mun fjölbreyttari og skemmtilegri fyrir nemendur. Nýir kennarar eru oft nánast leiddir í gegnum ferlið í fyrsta sinn og þeir ganga að dyggri aðstoð.