• 0005
  • 0007
  • 0009
  • 0002
  • 0006
  • 0001
  • 0010
  • 0003
  • 0008
Upplýsingaverið sameinar skólasafn og tölvuver. Upplýsingaverið er vel búið gögnum og opið nemendum allan skóladaginn til verkefnavinnu. Í hverjum árgangi eru unnin verkefni sem eru samþætt við upplýsingamennt. Í þessum verkefnum læra nemendur að afla upplýsinga úr margskonar miðlum, vinna skipulega úr þeim og skila niðurstöðum með notkun mismunandi forrita. 

Nemendur geta líka komið og kíkt í bók eða tímarit í hléum. Í lok hvers verkefnis kynna nemendur verk sitt og bjóða oft foreldrum að koma.

Í skólanum er lögð mikil áhersla á færni nemenda í lestri og lesskilningi og kapp lagt á að nemendur lesi sem allra mest. Í samvinnu við upplýsingaver eru skipulagðir lestrarsprettir, lestrarhópar, lestur á lesflokkum og frjáls lestur. Í upplýsingaverinu er hægt að nálgast úrval bókalista.

Upplýsingaver Laugalækjarskóla er opið á skólatíma. Reynt er að hafa opið í hléum og þá geta nemendur komið og lesið blöð og bækur.